Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. febrúar 2017 06:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Stjóri Ragga Sig búinn að skrifa undir nýjan samning
Slavisa Jokanovic.
Slavisa Jokanovic.
Mynd: Getty Images
Slavisa Jokanovic, stjóri Fulham í ensku Championship-deildinni, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við enska félagið.

Samningurinn hjá Jokanovic, sem er 48 ára gamall, átti að renna út næsta sumar, en nú er það ljóst að hann verður áfram hjá Fulham til 2019.

Íslenski landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson er á mála hjá Fulham, en hann hefur ekki fengið marga sénsa hjá Jokanovic að undanförnu.

„Það er ekkert leyndamál að ég vildi skuldbinda mig Fulham og halda áfram því verkefni sem við höfum byrjað hér," sagði Jokanovic eftir að hafa skrifað undir.

„Þetta er frábært félag með mikla sögu og hefð og ég er stoltur að vera hluti af því," sagði þjálfarinn ennfremur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner