Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. mars 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Sonur Wright-Phillips mættur í enska U16 ára landsliðið
Shaun Wright-Phillips.
Shaun Wright-Phillips.
Mynd: Getty Images
Shaun Wright-Phillips, fyrrum kantmaður Manchester City og Chelsea, er ennþá í boltanum en hann spilar með Phoenix Rising í Bandaríkjunum.

Hinn 35 ára gamli Wright-Phillips á son sem er nú kominn í enska U16 ára landsliðið.

Hinn 16 ára gamli D'Margio Wright-Phillips þykir mikið efni en hann spilar með unglingaliði Manchester City.

Ian Wright, fyrrum framherji Arsenal, ættleiddi Shaun Wright-Phillips þegar sá síðarnefndi var þriggja ára.

Hinn 53 ára gamli Wright lék með enska landsliðinu á sínum tíma sem og Wright-Phillips og spurning er hvort D'Margio feti í fótspor þeirra í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner