Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 27. apríl 2017 18:10
Arnar Daði Arnarsson
Fyrsta mark Pepsi-deildar kvenna kom alla leið frá Mexíkó
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Pepsi-deild kvenna hófst í dag með leik Þórs/KA og Vals í Boganum á Akureyri.

Fyrsta mark leiksins og þar með fyrsta mark sumarsins leit dagsins ljós á 9. mínútu leiksins þegar sú mexíkóska Sandra Stephany Mayor Gutierrez skoraði fyrir Þór/KA.

„MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRK!!!!!!!! Stephany Mayor með fyrsta mark sumarsins og það fyrir heimakonur í Þór/KA! Bianca Sierra með langan bolta úr öftustu línu inn fyrir vörnina, Stephany hristi af sér Málfríði Ernu, lék á Söndru og kom boltanum í autt markið. Einfalt og vel gert," lýsir Ingvar Björn Guðlaugsson markinu í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Sandra skoraði 12 mörk fyrir Þór/KA í Pepsi-deildinni í fyrra og hún byrjar deildina með krafti í ár.

Þrír aðrir leikir fara fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld og eru þeir allir í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner