Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 28. júní 2017 06:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Del Bosque: Synd ef Morata fer frá Real
Vicente Del Bosque þekkir Morata vel
Vicente Del Bosque þekkir Morata vel
Mynd: Getty Images
Goðsögnin og fyrrverandi þjálfari spænska landsliðsins, Vicente del Bosque, segir að það yrði synd ef Alvaro Morata, framherji Real Madrid, færi til Manchester United í sumar.

Morata, sem skoraði 20 mörk í öllum keppnum fyrir Real í vetur, gekk illa að koma sér í byrjunarlið Zinedine Zidane og hugsar sér að flytja sig yfir til Manchesterborgar.

Fréttir í vikunni benda til þess að Morata sé tilbúinn að drífa sig í að skipta yfir til United en Del Bosque hefur stigið fram og sagt framherjanum að taka sér tíma í að ákveða sig hvar hann muni spila á komandi leiktíð.

„Það sem er best fyrir hann er auðvitað að hann sé að spila, en hann er að standa sig mjög vel hjá Real Madrid," sagði Del Bosque, sem þjálfaði Morata hjá landsliðinu frá árunum 2014-2016.

„ Það er synd ef hann fer, en ég hef alltaf sagt að það sé auðgunarþáttur fyrir fótbolta okkar að leikmenn okkar hafi getað farið erlendis og fengið að spila. Það mun ekki vera vandamál fyrir spænska landsliðið."
Athugasemdir
banner
banner
banner