Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 28. júní 2017 18:00
Elvar Geir Magnússon
Myndband: Leið Hörpu frá barnsburði á EM
Harpa Þorsteinsdóttir.
Harpa Þorsteinsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harpa Þorsteinsdóttir landsliðskona var heimsótt í sjónvarpsþættinum Leiðin á EM sem sýndur var á RÚV í gær. Þar sagði hún frá aðdraganda þess að hún sé að fara á Evrópumótið með fimm mánaða gamalt barn.

Harpa var markahæsti leikmaður undankeppni EM en tvísýnt var með þátttöku hennar á mótinu eftir að hún varð ólétt.

Harpa er farin að spila á ný með félagsliði sínu Stjörnunni og Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari valdi hana í hópinn fyrir EM sem heldur til Hollands 14. júlí.

„Ég held að lykillinn sé skipulag. Ég er 100% með landsliðinu þegar það er þannig en svo eru tímar inni á milli í dagskránni þar sem leikmenn mega hitta fjölskyldur sínar. Ég hef ekki áhyggjur af því að þetta gangi ekki upp," segir Harpa en yngsti sonur hennar verður í Hollandi en þó ekki á liðshótelinu.

„Það væri truflun fyrir liðið. Eina undanþágan sem ég fæ er að ég fæ að stinga af á nóttunni."

Þegar hópurinn var tilkynntur sagði Freyr að Harpa væri ekki í því standi í dag að geta leitt sóknarlínu Íslands á EM sem fyrsti kostur í fremstu víglínu.

„Ég geri mér alveg grein fyrir því að þó ég sé komin í gott form miðað við þennan stutta tíma þá er ég ekki í 100% formi," segir Harpa. „Mitt hlutverk er að fá sem mest út úr minni spilamennsku á þeim tíma sem ég fæ. Ég held að reynslan innan sem utan vallar sé það sem Freysi leitar eftir frá mér"

Hér að neðan má sjá innslagið frá RÚV en fyrsti leikur Íslands á EM verður gegn Frakklandi 18. júlí.



Sjá einnig:
EM kvenna hringborð - Íslenski hópurinn og stórmótið framundan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner