Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 29. júní 2017 11:00
Mist Rúnarsdóttir
Hulda Hrund ekki meira með Fylki í sumar
Er á leið í háskólanám í Bandaríkjunum í júlí
Hulda Hrund byrjaði Íslandsmótið af krafti en hefur svo glímt við meiðsli
Hulda Hrund byrjaði Íslandsmótið af krafti en hefur svo glímt við meiðsli
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Hulda Hrund Arnarsdóttir, fyrirliði Fylkis, mun ekki leika meira með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Hulda Hrund lék fyrstu tvo leiki Íslandsmótsins með Fylki en meiddist svo á hné og gat ekki tekið þátt fyrr en gegn ÍBV fyrir tæpum tveimur vikum.

Þá kom hinsvegar í ljós að Hulda Hrund er komin með brjóskskemmdir í aftanverðum lærlegg og undir hnéskel og verður því ekki leikfær í bráð.

Hún er svo á leið til Bandaríkjanna í háskólanám eftir rúma viku og mun því ekki leika meira með Fylkisliðinu í Pepsi-deildinni.

Í Bandaríkjunum mun hún leika með háskólaliði Wake Forest í Norður Karólínu sem leikur í ACC-deildinni í division 1.

Þetta er mikil blóðtaka fyrir Fylki sem er í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni og situr sem stendur í 9. sæti með 4 stig eftir 10 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner