Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. júlí 2017 14:00
Magnús Már Einarsson
Víkingur Ó. fær bræður frá Litháen (Staðfest)
Eivinas Zagurskas.
Eivinas Zagurskas.
Mynd: Víkingur Ó.
Víkingur Ólafsvík hefur fengið bræðurnar Eivinas Zagurskas og Gabrielius Zagurskas í sínar raðir fyrir síðari hluta sumars í Pepsi-deildinni.

Eivinas er 27 ára miðjumaður. Hann lék síðast í norsku C-deildinni með Egersunds en þjálfari þar er Ólafur Örn Bjarnason.

Hinn 27 ára gamli Eivinas hefur komið víða við á ferlinum en hann hefur meðal annars leikið í heimalandi sínu sem og í Póllandi og Grikklandi.

Gabrielius er 25 ára vinstri bakvörður en hann hefur aðallega leikið í Litháen eftir að hafa áður verið í unglingaliði Köge í Danmörku.

Eivinas gæti spilað sinn fyrsta leik gegn Val annað kvöld. Gabrelius verður ekki með þar en hann kemur til landsins á miðvikudag.

Ólafsvíkingar hafa verið í leit að liðsstyrk en þeir Alonso Sanchez, Hörður Ingi Gunnarsson og Mirza Mujicic hafa allir farið frá félaginu að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner