Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. september 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Fjölnir Íslands- og bikarmeistari í 3. flokki karla
Mynd: Fjölnir
Fjölnir tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki karla með 4-1 sigri á Breiðabliki í úrslitaleik á mánudagskvöld.

Fjölnir varð einnig bikarmeistari SV fyrr í sumar þegar liðið sigraði Stjörnuna 6-0 í úrslitaleik.

Fyrr á þessu ári varð Fjölnir einnig Reykjavíkurmeistari en liðið hefur skorað 155 mörk í sumar og fengið 27 á sig.

Magnaður árangur hjá Fjölni en liðið hefur unnið 26 leiki í ár, gert eitt jafntefli og tapað einum leik.

Fjölnir vann einnig þrennu í þriðja flokki árið 2001 en sama ár fæddust margir leikmenn sem eru í 3. flokksliðinu í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner