Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 21. september 2017 17:00
Elvar Geir Magnússon
Fyrrum öryggisvörður Man Utd ráðinn einkabílstjóri Rooney
Hall og Rooney.
Hall og Rooney.
Mynd: Daily Mail
Wayne Rooney hefur ráðið Damian Hall, fyrrum öryggisvörð Manchester United, til starfa hjá sér. Hall er orðinn lífvörður og einkabílstjóri Rooney.

Rooney þurfti að ráða sér bílstjóra eftir að hann missti bílprófið í tvö ár þegar hann var tekinn fyrir ölvunarakstur eins og mikið hefur verið fjallað um.

Hall hefur starfað fyrir fyrirtækið CSG sem hefur séð um öryggisvörslu hjá Manchester United og á Old Trafford síðan 1990.

Í Daily Mail segir að Hall hafi verið fyrsti kostur Rooney í starfið en hann nýtur trausts og virðingar frá leikmanninum.

Rooney og félagar í Everton eru í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og þurfa að fara að rífa sig í gang. Þeir mæta Bournemouth á Goodison Park á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner