Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 23. september 2017 23:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Crystal Palace eina liðið í stærstu deildum Evrópu sem á eftir að skora
Roy Hodgson tók við Crystal Palace á dögunum.
Roy Hodgson tók við Crystal Palace á dögunum.
Mynd: Getty Images
Það gengur einfaldlega ekkert upp hjá Crystal Palace, Frank de Boer var rekinn á dögunum og Roy Hodgson tók við liðinu.

Frank de Boer tókst ekki að ná í sigur þegar hann stjórnaði Crystal Palace og liðinu tókst ekki að skora mark.

Það hefur ekki mikið breyst eftir komu Roy Hodgson liðið tapaði fyrir Southampton síðustu helgi og Manchester City í dag, og ekki nóg með það að þeir séu stigalausir þá hefur þeim ekki enn tekist að skora mark.

Crystal Palace er í þeirri slæmu stöðu að vera eina liðið í fimm stærstu deildum Evrópu sem á en eftir að skora mark, þess má geta að liðið á sex leiki að baki í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Tekið skal fram þegar fimm stærstu deildir Evrópu eru nefndar, þá er átt við efstu deild í Englandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Þýskalandi.

Roy Hodgson stýrði Crystal Palace til sigurs í 32-liða úrslitum enska deildabikarsins í vikunni, það er ljóst að það verður ekki auðvelt fyrir Crystal Palace að skora í næstu tveimur leikjum því andstæðingarnir eru fyrst, Manchester United og þar á eftir er það Chelsea.



Athugasemdir
banner
banner
banner