Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   mán 13. nóvember 2017 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shearer: Drinkwater á ekki að spila aftur fyrir England
Danny Drinkwater.
Danny Drinkwater.
Mynd: Getty Images
Alan Shearer, fyrrum sóknarmaður Newcastle og enska landsliðsins, er á því máli að miðjumaðurinn Danny Drinkwater eigi aldrei aftur að fá tækifæri til að spila fyrir Englands hönd.

Drinwater neitaði boði landsliðsþjálfarans, Gareth Southgate, að koma inn í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleiki gegn Þýskalandi og Brasilíu, en það hefur valdið usla í fótboltasamfélaginu í Englandi.

Drinkwater ákvað að hafna boðinu þar sem hann er að stíga upp úr meiðslum og hefur lítið spilað með Chelsea á tímabilinu.

„Danny Drinkwater, hvað varstu að hugsa? Ef þú hefur ekki spilað mikinn fótbolta, gríptu þá tækifærið og fáðu að spila," skrifar Shearer í enska götublaðið The Sun.

„Í framtíðinni er hann ekki leikmaður sem ég myndi vilja í hópnum mínum. Það á ekki að velja hann aftur."

Drinkwater á þrjá landsleiki að baki fyrir England.

Sjá einnig:
Vardy um Drinkwater: Vill klárlega spila fyrir þjóð sína
Athugasemdir
banner
banner