Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. nóvember 2017 21:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte kvartar yfir álagi: Eitthvað þarf að breytast
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Englandsmeistara Chelsea, er ekki sáttur með leikjaálagið á Englandi.

Chelsea spilar gegn Qarabag frá Aserbaídsjan í Meistaradeildinni á morgun, miðvikudag.

Ferðalagið til Aserbaídsjan er langt og erfitt, en Chelsea kemur aftur heim á fimmtudag og fær aðeins einn dag til að undirbúa sig fyrir stórleikinn gegn Liverpool á laugardag.

Liverpool er að spila í kvöld og fær aukadag til að undirbúa sig.

„Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem þetta gerist, þetta kemur mér á óvart," sagði Conte í dag. „Þegar við spiluðum gegn Manchester City, þá höfðum við spilað á útivelli gegn Atletico Madrid á miðvikudegi og komið aftur til London á fimmtudegi. Síðan spiluðum við gegn City á laugardegi, en þeir höfðu spilað í Meistaradeildinni degi fyrr en við," sagði Conte.

„Núna er Liverpool að spila á þriðjudegi og við miðvikudegi, gegn Qarabag, langt ferðalag, löng ferð."

„England þarf að skila vandamálið og breyta einhverju. Það þarf að sýna okkur einhverja virðingu."
Athugasemdir
banner
banner