Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   fös 24. nóvember 2017 14:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Kristjáns: Óábyrgt ef við værum ekki með nöfn á blaði
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá blaðamannfundinum í dag.
Frá blaðamannfundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH boðaði til fréttamannafundar í Kaplakrika í dag og kynnti þar til leiks tvo nýja leikmenn, Kristinn Steindórsson og Geoffrey Castillion.

Kristinn losnaði í gær undan samningi hjá GIF Sundsvall í Svíþjóð eftir tveggja ára dvöl þar. Hann spilaði síðast í Pepsi-deildinni árið 2011 með uppeldisfélagi sínu Breiðabliki.

Geoffrey er hollenskur framherji sem skoraði ellefu mörk í sextán leikjum í Pepsi-deildinni með Víkingi R. síðastliðið sumar.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, ræddi við Fótbolta.net um liðsstyrkinn.

„Kristinn hef ég haft í sigtinu í nokkur ár, hann er vel uppalinn og góður drengur. Bæði þegar ég var hjá Nordsjælland og Randers var það nafn sem kom upp á borð. Og svo núna, þegar það varð ljóst að hann yrði ekki áfram hjá Sundsvall þá er um að gera að reyna að grípa í hann og það tókst," sagði Ólafur.

„Castillion, erum við búnir að ræða við síðan það var ljóst að ég yrði hér. Ég fylgdist með honum í sumar og finnst hann vera góður leikmaður sem að hentar FH-liðinu vel og þeim fótbolta sem menn hafa verið að spila og munu reyna að spila í sumar."

Kristinn Steindórsson hefur verið að spila inn á miðjunni hjá Sundsvall, en hvar mun hann spila hjá FH?

„Hann er mjög fjölhæfur. Hann hefur verið að spila inn á miðju í varnarsinnuðu hlutverki hjá Sundsvall, en ég sé hann fyrst og fremst fyrir mér sem miðjumann sem er sóknarsinnaður, "tía", getur komið af kanti inn í holu. En eins og hann hefur þroskast sem leikmaður getur hann spilað þetta svokallaða áttu hlutverk, að vera ekki varnarsinnaður en með varnarhlutverk."

Er von á frekari liðsstyrk í Hafnarfirðinum?

„Vonandi verðum við sterkari að öllu leyti, bæði þeir sem eru komnir og hafa verið áður. Svo er alltaf möguleiki að við séum enn að kíkja í kringum okkur," sagði Óli við því.

„Sóknarlínan er farin að líta vel út, miðjan er prýðilega mönnuð. Við erum kannski með fæsta leikmenn í varnarstöðum og það er eitthvað sem við skoðum bara. Það eru kannski flest spurningamerki þar, svona miðað við það sem hefur verið áður."

FH er að skoða miðverði og Ólafur viðurkennir að það séu nokkur nöfn á blaði í tengslum við þá stöðu.

„Það væri óábyrgt ef við værum ekki með nöfn á blaði, en hvað verður er ómögulegt að segja."

Viðtalið í heild sinni er hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner