Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. desember 2017 13:43
Magnús Már Einarsson
Markvörður Íslandsmeistarana í hlé - Skiptir yfir í frjálsar íþróttir
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir.
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þórs/KA, hefur ákveðið að leggja hanskana á hillunni í einhvern tíma og snúa sér að frjálsum íþróttum.

„Hef tekið þá ákvörðun að setja hanska og takkaskó niður í skúffu (tímabundið). Í staðin ætla ég að taka upp gaddaskóna og vera inn á þeim velli næsta sumar," skrifaði Bryndís á Twitter.

Hinn 26 ára gamla Bryndís var frábær í Íslandsmeistaraliði Þórs/KA í sumar. Hún fékk einungis fimmtán mörk á sig og var á bekknum í liði ársins. Nú hefur hún ákveðið að skipta um íþrótt.

„Bryndis hefur ákveðið að skipta um íþrótt aðeins og mögulega tímabundið," sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA við Fótbolta.net í dag.

„Allir hjá Þór/KA munu sakna hennar mjög mikið og hún skilaði frábærri vinnu á meðan hun var með okkur. Hún verður alltaf velkomin til baka í okkar hóp ef henni snýst hugur. En annars styðjum við hana heilshugar með þetta skref og vonum að henni gangi alltaf sem allra best."

Donni segir að Þór/KA muni fá nýjan markvörð til að fylla skarð Bryndísar.

„Við munum semja við mjög góðan markmann fljótlega, markmann sem við höfum mikla trú á. Síðan eigum við fleiri flotta markmenn sem eiga ennþá eftir að fá að láta ljós sitt skína," sagði Donni.

Athugasemdir
banner
banner