Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   mán 08. janúar 2018 14:09
Elvar Geir Magnússon
Suarez setti pressu á Coutinho að koma til Barcelona
Allt það helsta frá fréttamannafundi á #CoutinhoDay
Philippe Coutinho segir að þetta hafi verið auðveld ákvörðun.
Philippe Coutinho segir að þetta hafi verið auðveld ákvörðun.
Mynd: Getty Images
Coutinho ásamt ungum aðdáendum á Nývangi.
Coutinho ásamt ungum aðdáendum á Nývangi.
Mynd: Getty Images
Það er engu til sparað hjá Barcelona þegar kemur að því að kynna nýjasta leikmann liðsins, Philippe Coutinho, sem keyptur var frá Liverpool á 142 milljónir punda.

Barcelona hefur blásið til Coutinho dags, með kassamerkinu #CoutinhoDay á Twitter, og það hefur verið nóg að gera í kynningarstarfsseminni hjá Brasilíumanninum.

Hann sat fyrir svörum á fréttamannafundi sem er nýlokið. Hér að neðan má sjá það helsta sem kom fram á fundinum.

- Coutinho var spurður að því hvort hann myndi fara fram á að fá treyju númer 10 af Messi: „Nei, nei, nei. Það er bara einn leikmaður númer tíu hjá Barcelona. Það er besti leikmaður heims."

- „Ég er mjög ánægður og þakklátur mörgum. Ég vil fyrst þakka Guði, foreldrum mínum og fjölskyldu sem eru með mér hérna." - Þá þakkaði hann Liverpool fyrir að sýna draumi sínum skilning.

- „Ég horfði á leikinn hjá Barcelona frá hótelherberginu mínu í gær. Í dag hitti ég nokkra leikmenn og þeir sýndu mér æfingasvæðið og mötuneytið. Ég get ekki beðið eftir því að byrja."

- Coutinho var spurður að því hvort hann ætli sér að láta fólk í Barcelona gleyma Neymar. „Ég spila með Neymar hjá brasilíska landsliðinu og við höfum verið vinir í mörg ár. Við erum ólíkir leikmenn. Hann er augljóslega frábær leikmaður en hann er með aðra eiginleika en ég."

- „Neymar er búinn að óska mér til hamingju. Ég talaði við hann og Paulinho og þeir höfðu bara gott að segja um félagið og borgina."

- Hann vill ekki tjá sig um upphæðina sem hann var keyptur á. „Ég læt félagið um það."

- Hann segir að Luis Suarez sé góður vinur sinn og hafi sent sér fjölda skilaboða og beðið sig um að koma í Barcelona. Hann hafi líka verið að aðstoða hann við að finna heimili í borginni

- „Ég og Suarez unnum næstum ensku úrvalsdeildina saman. Það var frábær tími. Hann hefur sagt mér frá borginni og félaginu og lét mig vilja enn frekar koma hingað."

- „Barcelona er stærsta félag heims. Margar fyrirmyndir mínar, í fortíðinni og nútíðinni, spila hér. Þetta var auðveld ákvörðun fyrir mig."

- „Iniesta er í mínum huga snillingur. Það er heiður að spila með honum og læra frá honum."

Sjá einnig:
Sjáðu frá fyrsta vinnudegi Coutinho hjá Barcelona
Athugasemdir
banner
banner
banner