Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   sun 11. febrúar 2018 11:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Hannes fékk á sig fimm í Kaupmannahöfn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FCK 5 - 1 Randers
1-0 Pieros Soteriou ('25)
2-0 Viktor Fischer ('31)
3-0 Sjálfsmark ('33)
4-0 Pieros Soteriou ('38)
4-1 Nicolai Poulsen ('45)
5-1 Zeca ('71)

Landsliðsmarkvörður númer eitt, Hannes Þór Halldórsson stóð í marki Randers þegar liðið fékk skell gegn FCK frá Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í gær, laugardag.

Leikurinn fór fram á þjóðarleikvangi Dana, Parken og var það FCK sem braut ísinn á 25. mínútu þegar Pieros Soteriou skoraði. Viktor Fischer, sem kom til FCK á dögunum, bætti við öðru marki stuttu síðar og fljótlega var staðan orðin 4-0 fyrir heimamenn.

Randers minnkaði muninn fyrir hálfleik en lengra komust þeir ekki. Í staðinn bætti FCK við einu marki í seinni hálfleiknum og urðu lokatölurnar 5-1 fyrir Kaupmannahafnarliðið.

Þetta var fyrsti leikur liðanna eftir vetrarhlé. Randers, sem rak þjálfara sinn á dögunum situr á botninum á meðan FCK er í fjórða sætinu með 29 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner