Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 11. febrúar 2018 12:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kieron Dyer greinir frá hræðilegri misnotkun sem hann varð fyrir
Dyer er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Newcastle.
Dyer er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Newcastle.
Mynd: Getty Images
„Að lokum tókst mér að ýta honum í burtu. Ég girti mig. Hann sagði mér að segja ekki neinum.'Þetta er leyndarmálið okkar'
„Að lokum tókst mér að ýta honum í burtu. Ég girti mig. Hann sagði mér að segja ekki neinum.'Þetta er leyndarmálið okkar'
Mynd: Getty Images
Kieron Dyer er að gefa út ævisögu en brot úr ævisögunni er birt hjá Daily Mail í dag. Þar ræðir hann um mjög viðkvæmt málefni sem hann hefur haldið leyndu þangað til í dag.

Í greininni segir Dyer, sem lék 33 landsleiki fyrir England á ferli sínum, frá hræðilegri misnotkun sem fjölskyldumeðlimur sem hann kallar "Kenny" beitti hann þegar hann var 11 eða 12 ára gamall.

„Ég var hrifinn af gallabuxum þegar ég var krakki. Ég sofnaði oft í kjöltunni á móður minni þegar hún var í gallabuxum, en þetta tiltekna kvöld var Kenny í gallabuxum. Ég sofnaði í kjöltu hans þegar ég var að horfa á sjónvarpið," segir Dyer.

„Svo vaknaði ég. Þegar ég vaknaði var ég hræddur við að opna augun. Kenny hafði sett hönd sína ofan í buxurnar mínar á meðan ég var sofandi. Ég fraus. Ég var lafhræddur. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Kenny vissi að ég var vaknaður þar sem hann sagði mér að hafa hljóð og reyndi að tala mig til."

„Hann bað mig um að leyfa sér að klára það sem hann var að gera. Ég hafði aldrei séð hann svona. Hann sagðist ætla að kaupa handa mér fullt af súkkulaði."

„Hann girti niður um mig, ég vissi að þetta væri rangt en ég var frosinn. Ég gat ekki hreyft mig, ég gat ekki talað, ég gat ekki gert neitt. Svo beygði hann sig niður og reyndi að framkvæma munnmök á mér. Ég var enn lafhræddur. Þú kannast kannski við að fá martraðir og þú getur ekki öskrað? Þetta var þannig."

„Að lokum tókst mér að ýta honum í burtu frá mér. Ég girti mig. Hann sagði mér að segja ekki neinum.'Þetta er leyndarmálið okkar' sagði hann," segir Dyer um þetta hræðilega kvöld.

Dyer ákvað að halda þessu leyndu en fyrir nokkrum mánuðum ákvað hann að segja föður sínum frá. Hann hefur svo núna ákveðið að stíga fram og segja opinberlega frá þessu skelfilega máli.

Þetta hafði virkilega mikil áhrif á líf Dyer, en Kenny lést þegar Dyer var 21 árs, stuttu eftir að hann hafði þreytt frumraun sína með enska landsliðinu árið 1999. Dyer er í dag 39 ára.

Greinina má lesa í heild sinni hér. Þar þakkar Dyer Joey Barton fyrir aðstoðina. Barton, sem er þekktur vandræðagemsi, hvatti Dyer til að fara og hitta íþróttasálfræðinginn Peter Kay en Dyer segir að það hafi bjargað lífi sínu að gera það.

„Ég á Joey Barton og Peter Kay mikið að þakka."
Athugasemdir
banner
banner
banner