Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 24. febrúar 2018 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Býst við því að Chelsea klári Barcelona á Nývangi
Obi Mikel í leik með Chelsea gegn Barcelona.
Obi Mikel í leik með Chelsea gegn Barcelona.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn John Obi Mikel, sem er þessa stundina á mála hjá Tianjin Teda í Kína, býst við því að sjá Chelsea slá Barcelona út í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Chelsea og Barcelona hafa leikið fyrri leik sinn og fór hann 1-1 á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea.

Liðin mætast aftur á Nývangi um miðjan mars. Obi Mikel hefur trú á verkefninu þótt staðan sé ekki sú besta eftir fyrri leikinn.

„Ég spilaði fyrir Chelea í 11 ár og þessi endurkoma er eitthvað sem ég mun muna eftir allt mitt líf," sagði Obi Mikel og átti þar við endurkomu Chelsea gegn einmitt Barcelona árið 2012. Þá vann Chelsea fyrri leikinn 1-0 en lenti 2-0 undir á Spáni. Chelsea kom þó til baka, eftirminnilega, og endaði leikurinn 2-2.

„Ég mun halda áfram að styðja Chelsea eins og alltaf, og vonandi kemst liðið í næstu umferð. Ég tel að þeir muni slá út Barcelona á Nývangi, alveg eins og við gerðum 2012."

Chelsea fór í úrslit 2012 og gerði sér lítið fyrir og vann Bayern í úrslitaleiknum eftir vítaspyrnukeppni.


Athugasemdir
banner
banner