Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 24. febrúar 2018 22:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Puel: Jafntefli sanngjörn úrslit
Mynd: Getty Images
Leicester City og Stoke City mættust í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu.

Liðin skildu jöfn, 1-1 en það var Xherdan Shaqiri sem kom Stoke yfir undir lok fyrri hálfleiks en sjálfsmark Jack Butland í seinni hálfleik sá til þess að 1-1 jafntefli var niðurstaðan.

Claude Puel knattspyrnustjóri Leicester City var á þeirri skoðun að niðurstaðan í leiknum í dag hafi verið sanngjörn.

„Við gerðum ekki nóg til að vinna í dag. Við hefðum getað það, en við hefðum líka kannski getað tapað svo að ég tel jafntefli vera sanngjörn úrslit."

„Við byrjuðum vel, en svo gekk spilið hjá okkur hægt og við fundum fáar lausnir. Seinni hálfleikurinn var betri og með smá heppni hefðum við getað tekið stigin þrjú."
Athugasemdir
banner
banner
banner