Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   þri 17. apríl 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Viðtal
Stóri Sam: Hefði óskað að stýra Guðna þegar hann var yngri
Sam Allardyce.
Sam Allardyce.
Mynd: Getty Images
Guðni fagnar marki í leik með Bolton.
Guðni fagnar marki í leik með Bolton.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, stjóri Everton, stýrði Bolton Wanderers við góðan orðstír frá 1999 til 2007. Hann kom liðinu upp í ensku úrvalsdeildinni vorið 2007 og síðar fór það alla leið í Evrópukeppni undir hans stjórn.

Á tíma sínum hjá Bolton léku bæði Eiður Smári Guðjohnsen og Guðni Bergsson undir stjórn Allardyce. Hann stýrði Eiði í tæplega heilt tímabil.

„Eiður var gríðarlega hæfileikaríkur á þessum tíma. Ég kom í október 1999 og Eiður kom okkur næstum upp. Við töpuðum í umspili og það var mjög sorglegt þegar við þurftum að selja hann til Chelsea. Það sýndi hæfileika hans. Hann fór síðan til Barcelona og það sýnir hversu stórkostlegur leikmaður Eiður var," sagði Sam í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.

Guðni var fyrirliði Bolton en hann lék með liðinu frá 1995 til 2003. Hann náði því tæplega fjórum tímabilum undir stjórn Sam og þar á meðal tveimur tímabilum í ensku úrvalsdeildinni.

„Við vorum með Guðna í lok ferilsins en ég hefði óskað þess að hafa hann þegar hann var 27-28 ára en ekki 32 ára eins og hann var þegar ég kom til Bolton," sagði Sam um Guðna.

„Ég náði að sannfæra hann um að taka eitt ár í viðbót áður en hann hætti og fór aftur heim til Íslands. Hann var frábær þegar við fórum upp og á fyrsta ári í ensku úrvalsdeildinni. Hann var líka mikilvægur leikmaður á öðru tímabili í ensku úrvalsdeildinni."

Hér að ofan má sjá viðtalið við Sam um Guðna og Eið.

Sjá einnig:
Sam Allardyce: Landsliðið frábærlega skipulagt hjá Heimi
Sam Allardyce í einkaviðtali um Gylfa
Athugasemdir
banner
banner