Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. maí 2018 13:53
Magnús Már Einarsson
Helstu atriðin frá fyrsta fréttamannafundi Unai Emery
Unai Emery er tekinn við Arsenal.
Unai Emery er tekinn við Arsenal.
Mynd: Arsenal
Unai Emery stýrði síðast PSG.  Þar áður gerði hann góða hluti með Sevilla.
Unai Emery stýrði síðast PSG. Þar áður gerði hann góða hluti með Sevilla.
Mynd: Getty Images
Unai Emery var í dag ráðinn nýr knattspyrnustjóri Arsenal og nú rétt í þessu lauk hann sínum fyrsta fréttamannafundi hjá félaginu. Hér að neðan má sá helstu punktana frá fundinum.



- Emery hóf fundinn á að greina frá því að hann hefði farið til Bandaríkjanna ásamt syni sínum á mánudaginn þar sem hann fór í starfsviðtal hjá Stan Kroenke, stærsta hluthafa Arsenal.

- Spurður út í fundi sína með stjórn Arsenal sagði Emery: „Við viljum vinna að því saman að byggja þetta félag upp. Ég veit hvernig metnaður minn og ásríða er og hvernig ég vil sjá Arsenal vaxa. Allar viðræður sem ég hef átt við félagið sýna að við höfum sömu sýn."

- Spurður út í verðandi leikstíl sinn hjá Arsenal. „Arsenal elskar að halda boltanum eins og sagan sýnir. Ég kann líka vel við það en þegar við höfum boltann ekki þá vil ég hafa hóp sem er tilbúinn að spila stífa pressu."

- Takk Wenger! Emery nýtt tækifærið og þakkaði Arsene Wenger fyrir sín störf hjá Arsenal. „Þakka þér Arsene Wenger fyrir arfleið hans. Ég lærði af honum alla hluti í fótboltanum. Hann getur hjálpað öllum þjálfurum í heiminum."

- Emery var spurður út í hópinn og hvort hann ætli að versla mikið í sumar. „Ég tel að við getum látið þá leikmenn sem við höfum vaxa. Markmiðið er að vinna vel saman og með þessa hæfileikaríku leikmenn sem við höfum. Það er mjög mikilvægt fyrir félagið, eftir tvö ár án Meistaradeildarinnar, að vinna að því að verða besta liðið í ensku úrvalsdeildinni og í heiminum."

- Emery er staðráðinn í að berjast um titla með Arsenal. „Það væri góður árangur að vaxa á næsta tímabili en hvernig? Með því að berjast um titla. Það er í sögu Arsenal að gera það og ég vil að það haldi áfram. Ég vil vera á meðal bestu liða í Evrópu og vera í elítuhópi. Ég viil líka að þetta lið geri stuðningsmennina stolta. Þeir eru stoltir nú þegar en vonandi verða þeir ennþá stoltari. Ég get ekki lofað því að við munum vinna en ég get lofað því að við leggjum hart að okkur saman og leggjum tilfinningar í þetta."

- Emery er að vinna í að bæta ensku kunnáttu sína. „Enskan mín er ekki upp á sitt besta núna en ég vil eiga auðveldara með að koma mínum hugmyndum til ykkar og stuðningsmanna. Ég vil geta útskýrt hugmyndir mínar og metnað. Ég er mjög spenntur fyrir þessu tækifæri hjá stóru félagi. Þetta er frábær borg, við erum með stóran leikvang og frábæra leikmenn fyrir þessa vinnu."

- Aðspurður út í hlutverk Jack Wilshere í liðinu á næsta ári sagði Emery: „Ég vil ekki tala um einstaka leikmenn. Þetta er stórt félag og í dag vil ég vinna og tala um hópinn í heild. Þetta er stórt verkefni og ég er stoltur af því að vera hér og vinna á eftir Arsene Wenger."

Sjá einnig:
Unai Emery tekinn við Arsenal (Staðfest)
Íslenskir stuðningsmenn Arsenal tjá sig um ráðninguna á Emery
Athugasemdir
banner
banner
banner