Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 25. maí 2018 09:10
Magnús Már Einarsson
Mane gaf 300 Liverpool treyjur
Sadio Mane.
Sadio Mane.
Mynd: Getty Images
Mikil spenna er víða um heim fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað kvöld þar sem Liverpool og Real Madrid mætast í Kiev klukkan 18:45.

Í þorpinu Bambali í Senegal er mikil stemning fyrir leiknum en Sadio Mane leikmaður Liverpool kemur þaðan.

Mane hefur sent 300 Liverpool treyjur til Bambali fyrir íbúa þar fyrir leikin á morgun.

„Enginn mun vinna í þessu þorpi þennan daginn. Fjölskylda mín býr ennþá þarna. Móðir mín og frændfólk. Þau ætla öll að horfa á leikinn," sagði Mane.

„Það eru 2000 manns í þorpinu. Ég keypti 300 treyjur svo fólk getið klæðst þeim þegar það horfir á úrslitaleikinn."

„Ég fer aftur þangað eftir HM í sumar og vonandi get ég sýnt öllum sigur medalíu."

Athugasemdir
banner
banner
banner