Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 12. júní 2018 15:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið 6. umferðar í Inkasso - Kemst í fjórða sinn í liðið
Guðmundur Magnússon er að byrja þetta sumar frábærlega.
Guðmundur Magnússon er að byrja þetta sumar frábærlega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ejub er þjálfari umferðarinnar.
Ejub er þjálfari umferðarinnar.
Mynd: Raggi Óla
Sjötta umferð Inkasso-deildarinnar var spiluð um síðustu helgi. Hér að neðan má sjá lið umferðarinnar en nokkur lið eiga þar tvo fulltrúa. Stillt er upp í strangheiðarlegt 4-4-2.



Guðmundur Magnússon sóknarmaður Fram er í liðinu í fjórða sinn! Hann átti frábæran leik í Njarðvík er Fram kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir. Guðmundur skoraði bæði mörk Fram en hann er kominn með sjö mörk í sex leikjum í Inkasso-deildinni. Hann er sjóðandi heitur.

Með Guðmundi í fremstu víglínu er Sólon Breki Leifsson, sóknarmaður Leiknis R.. Sólon skoraði tvö og átti þátt í þriðja markinu í mikilvægum sigri Leiknis á Magna. Sólon er í liðinu í annað sinn en hann er kominn með fimm mörk í sex deildarleikjum.

Haukar eiga tvo fulltrúa í liðinu eftir 5-3 sigur gegn Selfossi. Arnar Aðalgeirsson og Davíð Ingvarsson eru í liðinu en þar er einnig Kenan Turudija, miðjumaður Selfoss. Hann skoraði öll þrjú mörk Selfoss í leiknum.

Víkingur Ó. vann Þrótt R. 3-1 og eru markvörðurinn Fran Marmolejo og varnarmaðurinn Nacho Heras í liðinu. Þá er þjálfari Ólsara, Ejub Purisevic, þjálfari umferðarinnar.

Bjarki Steinn Bjarkason var maður leiksins í 3-0 sigri ÍA á ÍR og Hafþór Pétursson átti þar góða innkomu. Jónas Björgvin Sigurbergsson átti góða innkomu í jafntefli Þórs gegn HK en liðsfélagi hans, Bjarki Þór Viðarsson var maður leiksins í þeim leik.

Fyrri lið umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner