Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 01. febrúar 2016 08:35
Magnús Már Einarsson
Cheryshev til Liverpool?
Powerade
Cheryshev er orðaður við Liverpool.
Cheryshev er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Saido Berahino gæti farið frá WBA í dag.
Saido Berahino gæti farið frá WBA í dag.
Mynd: Getty Images
Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld klukkan 23:00. Hér má sjá ýmsar kjaftasögur um félagaskipti sem gætu átt sér stað í dag.



Tottenham og Stoke eru að berjast við Newcastle um Saido Berainho framherja WBA en hann gæti verið á ferðinni í dag. (Mirror)

WBA hefur hafnað 20 milljóna punda tilboðum frá bæði Newcastle og Stoke í Berahino. (Mail)

Diego Costa er ekki á förum frá Chelsea en félagið hafnaði tilboði frá Atletico Madrid sem vildi fá framherjann aftur í sínar raðir. (Mirror)

Loic Remy gæti farið frá Chelsea í dag en Leicester og Watford hafa áhuga. (Telegraph)

Aston Villa reyndi að fá framherjann Michu í sínar raðir en án árangurs. Michu er nýbyrjaður að spila með Langreo í spænsku 4. deildinni eftir erfið meiðsli undanfarin ár. (Sun)

Leicester ætlar að krækja í Dwight Gayle, framherja Crystal Palace, fyrir framan nefið á Swansea. (Mail)

Tottenham hefur hætt við að kaupa Moussa Dembele frá Fulham á sex milljónir punda eftir að síðarnefnda liðið heimtaði að hann yrði lánaður aftur á Craven Cottage út tímabilið. (Guardian)

Manchester United er í viðræðum við Benfica um kaup á miðjumanninum Renato Sanches en hann er 18 ára gamall. (Metro)

Samkvæmt fréttum frá Spáni þá er Liverpool að fá kantmanninn Denis Cheryshev frá Real Madrid. (AS)

Watford er í viðræðum við Rennes um kaup á Abdoulaye Doucoure miðjumanni Rennes. (Watford Observer)

Seydou Doumbia, framherji Roma, er á leið til Newcastle á láni. (Telegraph)

John Terry mun líklega fara í MLS deildina í Bandaríkjunum þegar hann yfirgefur herbúðir Chelsea í sumar. (Sun)

Terry gæti einnig tekið tilboðum frá Kína. (Guardian)

Terry vonast til að Chelsea skipti um skoðun og bjóði nýjan samning. (Telegraph)

Tottenham hefur samþykkt að lána Alex Prichard til annað hvort Burnley eða Middlesbrough. (Lancashire Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner