Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   mán 01. febrúar 2016 13:09
Magnús Már Einarsson
Pep Guardiola tekur við Manchester City í sumar (Staðfest)
Guardiola tekur við af Pellegrini í sumar.
Guardiola tekur við af Pellegrini í sumar.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola mun taka við sem knattspyrnustjóri Manchester City í sumar. Hann gerir þriggja ára samning við félagið.

Manchester City staðfesti þetta í yfirlýsingu nú rétt í þessu, einungis nokkrum mínutum eftir að Manuel Pellegrini greindi frá því að hann muni hætta með liðið í sumar.

Guardiola staðfesti fyrr í vetur að hann ætli að hætta sem þjálfari FC Bayern í sumar og í kjölfarið var ljóst að leið hans myndi liggja til Englands.

Eftir miklar vangaveltur undanfarnar vikur er nú ljóst að Guardiola mun taka við Manchester City en hann hafði einnig verið orðaður við Chelsea og Manchester United.

Hinn 45 ára gamli Guardiola þjálfaði Barcelona með frábærum árangri frá 2008 til 2012. Hann tók sér árs frí frá fótbolta áður en hann tók við Bayern sumarið 2013.

Guardiola hefur tvívegis orðið þýskur meistari með Bayern og er á góðri leið með að landa þriðja titlinum. Hjá Barcelona vann hann spænsku deildina þrisvar og Meistaradeildina tvisvar.
Athugasemdir
banner
banner
banner