Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 02. febrúar 2016 22:11
Alexander Freyr Tamimi
Ósáttur Klopp: Þarf nokkrar sekúndur til að róa mig
Klopp var æstur á hliðarlínunni í kvöld.
Klopp var æstur á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var allt annað en sáttur með sína menn eftir 2-0 tap gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Jamie Vardy skoraði bæði mörk Leicester en það fyrra var hreint út sagt stórkostlegt. Þegar blaðamaðurinn Jonathan Pearce hjá BBC spurði Klopp hvort hann gæti ekki verið stoltur af frábæru vinnuframlagi sinna manna svaraði Þjóðverjinn:

„Það er sjaldgæft að blaðamaður segi eitthvað jákvæðara heldur en knattspyrnustjórinn."

Hann bætti því við að frammistaðan hefði ekki verið nógu góð:

„Ég er ekkert of sáttur við okkar leik í dag, við hefðum getað spilað mun betur. Við áttum nokkur skot þar sem við hefðum getað gefið og nokkrar sendingar þar sem við gátum skotið. Við sköpuðum hálffæri en engin alvöru færi."

„Þetta var heimsklasa mark frá Vardy. Dagurinn í dag hefði verið góður til að sýna að við erum tilbúnir í þetta. Ég þarf nokkrar sekúndur í viðbót til að róa mig niður. Ég þarf að horfa aftur á þennan leik."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner