Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 02. febrúar 2016 22:23
Alexander Freyr Tamimi
Wenger: Hvað meinarðu með „sama gamla Arsenal“?
Wenger og félagar töpuðu tveimur stigum í kvöld.
Wenger og félagar töpuðu tveimur stigum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var svekktur eftir markalaust jafntefli sinna manna gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Wenger segir að sínir menn hafi fengið nóg af færum og hefðu með réttu átt að vinna leikinn.

„Við settum allt í þetta og sköpuðum færi, ég get ekki skammað liðið á þeim vígstöðvum. Þetta er ekki bara heppni, ég trúi ekki of mikið á heppni. Við erum svekktir og með samviskubit, þú vilt vinna leiki þar sem þú skapar færi. Við fengum tækifæri til að vinna en markvörðurinn þeirra hélt þeim í leiknum," sagði Wenger.

„Það verður alltaf að búast við því að andstæðingurinn spili vel en þrátt fyrir það þarf maður að skora. Við fengum færi í öllum regnbogans litum og það leit út fyrir að við myndum vinna. En stundum tapar maður svona leikjum."

Wenger brást ekkert allt of vel við þegar hann var spurður út í það hvort „sama gamla Arsenal" sem missir stig á ögurstundu væri aftur komið á kreik.

„Heyrðu, ég veit ekki hvað þú meinar með sama gamla Arsenal. Í 20 ár höfum við verið á toppi úrvalsdeildarinnar. Í augnablikinu verðum við að viðurkenna að við töpuðum stigum en við verðum að halda áfram að berjast og hafa trú," sagði Wenger.
Athugasemdir
banner
banner
banner