Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 02. ágúst 2015 12:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Mourinho: Toppliðin munu tapa fleiri leikjum
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, þjálfari Chelsea, spáir því að liðið sem mun verða englandsmeistari muni tapa fleiri leikjum en venjulega.

Portúgalinn segir að betri fjárhagur liða í deildinni mun gera hana að jafnari deild.

„Við munum ekki þurfa eins mörg stig og venjulega til að vinna deildina. Það verða fleiri töp og fleiri töpuð stig hjá toppliðunum."

„Lið eins og Crystal Palace geta keypt leikmann eins og Yohan Cabay. Ég gæti komið með fleiri dæmi."

Mourinho segir liðið einnig verða að fá fleiri varnarmenn þar sem Branislav Ivanovic, Kurt Zouma, Gary Cahill, Cesar Azpilicueta og John Terry eru einu varnarmenn Chelsea þessa stundina.

„Fimm eru ekki nóg, það er augljóst. Þú vinnur ekki ensku úrvalsdeildina með fimm varnarmönnum. Þar er veikleikinn okkar," sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner