Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 03. maí 2015 16:02
Jóhann Ingi Hafþórsson
skrifar úr Grafarvogi
Byrjunarlið Fjölnis og ÍBV: Gunnar Már meiddur - Abel á bekk
Guðjón Orri Sigurjónsson fær tækifærið í marki Eyjamanna.
Guðjón Orri Sigurjónsson fær tækifærið í marki Eyjamanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrstu leikir Pepsi-deildarinnar fara af stað klukkan 17:00 og eru að sjálfsögðu báðir í beinum textalýsingum hjá okkur. Íslandsmeistarar Stjörnunnar heimsækja nýliða ÍA og í Grafarvogi mætast Fjölnir og ÍBV.

Beinar textalýsingar:
17:00 ÍA - Stjarnan
17:00 Fjölnir - ÍBV

Gunnar Már Guðmundsson, herra Fjölnir, er á meiðslalistanum og spilar því ekki í dag. Sama á við um bakvörðinn Arnór Eyvar Ólafsson sem kom í Fjölni frá ÍBV. Samkvæmt upplýsingum okkar er Viðar Ari Jónsson í bakverðinum í dag.

Þá eru Bergsveinn Ólafsson fyrirliði og Atli Már Þorbergsson miðverðir en Makedóníumaðurinn Daniel Ivanovski í hinum bakverðinum. Guðmundur Karl Guðmundsson er á miðjunni.

Hjá ÍBV vekur mesta athygli að Guðjón Orri Sigurjónsson fær tækifæri í markinu en Abel Dhaira er geymdur á bekknum. Jonathan Glenn er í fremstu víglínu en Aron Bjarnason er geymdur á bekknum.

Varnarmaðurinn Devon Már Griffin, fæddur 1997, fær tækifæri í byrjunarliði Eyjamanna.

Byrjunarlið Fjölnis:
12. Þórður Ingason (m)
3. Daniel Ivanovski
5. Bergsveinn Ólafsson
6. Atli Már Þorbergsson
7. Viðar Ari Jónsson
8. Ragnar Leósson
9. Þórir Guðjónsson
10. Aron Sigurðarson
22. Ólafur Páll Snorrason
23. Emil Pálsson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Byrjunarlið ÍBV:
25. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Tom Even Skogsrud
5. Avni Pepa
6. Gunnar Þorsteinsson
8. Jón Ingason
10. Bjarni Gunnarsson
11. Víðir Þorvarðarson
15. Devon Már Griffin
16. Mees Junior Siers
17. Jonathan Ricardo Glenn
32. Andri Ólafsson

Beinar textalýsingar:
17:00 ÍA - Stjarnan
17:00 Fjölnir - ÍBV
Athugasemdir
banner
banner
banner