Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 03. maí 2015 11:24
Elvar Geir Magnússon
Erlend félög fylgjast með Andra
Andri Rafn Yeoman í leik með Blikum.
Andri Rafn Yeoman í leik með Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Andri Rafn Yeoman hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Breiðablik en frá þessu er greint á stuðningsmannasíðu félagsins.

Þrátt fyrir að vera einungis nýrorðinn 23 ára gamall er Andri Rafn orðinn einn leikreyndasti maður Kópavogsliðsins. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2009 og hefur í allt spilað 175 leiki með meistaraflokki og skorað í þeim 8 mörk.

Andri Rafn á einnig 23 landsleiki að baki með yngri landsliðum Íslands.

„Hann er geysilega vinnusamur miðjumaður og flestir knattspyrnuspekingar telja að Andri Rafn eigi enn eftir að geta bætt sig mikið sem leikmaður. Það eru því mjög góð tíðindi fyrir Blika að við fáum að njóta krafta hans næstu tímabil. Þó er vitað ýmis erlend lið hafa verið að fylgjast með honum og hver veit nema að hann verði næsti atvinnumaður okkar Blika," segir í fréttinni.

Andri verður í eldlínunni á fimmtudaginn þegar Breiðablik heimsækir Fylki í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner