Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 03. maí 2015 10:30
Magnús Már Einarsson
Maggi Lú: Okkar markmið að komast upp í Pepsi-deildina
Magnús Már Lúðvíksson.
Magnús Már Lúðvíksson.
Mynd: Fram
„Spáin kemur kannski ekkert rosalega mikið á óvart miðað við hvað gekk á eftir síðasta tímabil, en við ætlum okkur betri hluti en sjöunda sæti," segir Magnús Már Lúðvíksson aðstoðarþjálfari Fram en liðinu er spáð 7. sæti í 1. deildinni í sumra.

Framarar féllu úr Pepsi-deildinni síðastliðið haust en markmiðið fyrir sumarið er skýrt. „Okkar markmið er að komast í Pepsi deildina að ári," sagði Magnús.

Mikill fjöldi leikmanna fór frá Fram síðastliðið haust eftir fall liðsins úr Pepsi-deildinni. Magnús er ánægður með þá leikmenn sem hafa bæst í hópinn í staðinn en Framarar eiga einnig von á frekari liðsstyrk.

„Við teljum okkur hafa gert mjög góða hluti á leikmanna markaðnum fyrir þetta tímabil og við munum styrkja liðið okkar fyrir fyrsta leik."

Fram hefur undanfarin ár spilað heimaleiki sína á Laugardalsvelli. Breyting verður á í sumar en Framarar munu spila heimaleiki sína á gervigrasvellinum í Úlfarsárdal. Fyrsti heimaleikur Fram er gegn Fjaraðbyggð þann 23. maí og Magnús segir Framara vera ánægða með nýjan heimavölll.

„Við erum mjög ánægðir með hann. Það er nú samt óvíst hvort við náum að byrja okkar heimaleiki þar, en það er verið að vinna í þeim málum."

Margir búast við því að fyrsta deildin verði opin og skemmtileg í sumar og Magnús tekur undir það. „Hún verður klárlega sterk í sumar, og það á eftir að verða mikið af óvæntum úrslitum," sagði Magnús Már Lúðvíksson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner