Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   fim 03. september 2015 21:56
Magnús Már Einarsson
Eiður Smári: Furða mig á því hvað allir eru rólegir
Icelandair
Eiður í leiknum í kvöld.
Eiður í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er meiriháttar tilfinning. Ég furða mig mest á því hvað allir eru rólegir yfir þessu. Ég bjóst við aðeins meiri látum í okkur inn í klefa þó að það hafi verið smá fagnaðarlæti," sagði Eiður Smári Guðjohnsen við Fótbolta.net eftir 1-0 sigurinn á Hollendingum í kvöld.

Ísland þarf einungs eitt stig í viðbót til að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Frakklandi næsta sumar en þrátt fyrir það eru leikmenn sallarólegir.

Lestu um leikinn: Holland 0 -  1 Ísland

„Það merkilegasta við þetta er að maður labbar inn í klefa og það er eins og þetta sé eðlilegasti hlutur. Fyrir mig er þetta ótrúlegt en ég hef kannski þurft að bíða aðeins lengur en hinir," sagði Eiður en Ísland getur klárað dæmið gegn Kasakstan á sunnudag.

„Það er mjög mikilvægt, sama í hvaða stöðu við erum, að klára dæmið sem fyrst. Það gefur okkur meiri tíma í undirbúning og meiri tíma til að horfa fram á við og undirbúa okkur fyrir stærsta viðburð í knattspyrnusögunni."

Eiður kom sjálfur inn á sem varamaður um miðbik síðari hálfleiks í kvöld. „Mér fannst það æðislegt. Þetta er í fyrsta skipti í smá tíma sem ég kem inn í alvöru tempó og alvöru leik. Það reyndu allir að gera sitt. Auðvitað lá svolítið á okkur og við hefðum getað verið rólegri á köflum. Við vorum kannski ekki að átta okkur á því að við vorum manni fleiri."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner