Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. mars 2015 21:42
Ívan Guðjón Baldursson
England - Úrslit: Toppliðin fjögur unnu sína leiki
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Toppliðin fjögur unnu sína leiki í ensku Úrvalsdeildinni í kvöld þar sem Eden Hazard gerði eina mark toppliðs Chelsea í nágrannaslagnum gegn West Ham.

David Silva og James Milner gerðu mörkin er Manchester City lagði botnlið Leicester af velli á meðan Olivier Giroud og Alexis Sanchez sáu um QPR.

Ashley Young gerði eina mark Manchester United á útivelli gegn Newcastle þar sem útlit var fyrir markalaust jafntefli þar til á síðustu mínútunum. Young skoraði frekar tilviljanakennt mark þar sem Tim Krul í marki heimamanna gerðist sekur um herfileg mistök.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gegn sínum gömlu félögum í Tottenham en gat ekki komið í veg fyrir tap Swansea í fimm marka leik. Stoke City lagði þá Everton af velli og eru þeir bláklæddu aðeins búnir að fá tvö stig af síðustu fimmtán mögulegum.

West Ham 0 - 1 Chelsea
0-1 Eden Hazard ('22)

Manchester City 2 - 0 Leicester
1-0 David Silva ('45)
2-0 James Milner ('88)

QPR 1 - 2 Arsenal
0-1 Olivier Giroud ('64)
0-2 Alexis Sanchez ('69)
1-2 Charlie Austin ('82)

Newcastle 0 - 1 Manchester United
0-1 Ashley Young ('89)

Tottenham 3 - 2 Swansea
1-0 Nacer Chadli ('7)
1-1 Ki Sung-Yong ('19)
2-1 Ryan Mason ('51)
3-1 Andros Townsend ('60)
3-2 Gylfi Þór Sigurðsson ('89)

Stoke City 2 - 0 Everton
1-0 Victor Moses ('32)
2-0 Mame Biram Diouf ('85)
Athugasemdir
banner
banner
banner