Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 05. maí 2016 12:15
Jóhann Ingi Hafþórsson
Eiður Smári kom til Íslands í læknisskoðun
Eiður Smári í leik með Molde.
Eiður Smári í leik með Molde.
Mynd: Heimasíða Molde
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins kom til Íslands í vikunni í læknisskðun.

Leikmaðurinn meiddist í leik Molde og Sarpsborg og kom hingað til lands til að finna bót meina sinna. Eiður tognaði í læri en hann fór í skoðun hjá læknateymi íslenska landsliðsins.

Eiður gæti verið tilbúinn í leik gegn Haugesund á sunnudaginn en það segir Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins.

Hinn 37 ára gamli leikmaður hefur spilað ansi vel með Molde sem hefur vegnað vel í norsku úrvalseildinni en liðið er aðein tveim stigum frá toppliði Rosenborg.
Athugasemdir
banner