Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 05. júlí 2015 16:35
Arnar Geir Halldórsson
Celtic vonast til að fá Ödegaard á láni
Ödegaard gæti verið á leiðinni til Celtic
Ödegaard gæti verið á leiðinni til Celtic
Mynd: Getty Images
Skoskir miðlar greina frá því í dag að Celtic eigi í viðræðum við spænska stórveldið Real Madrid með það fyrir augum að fá Martin Ödegaard á láni.

Ronny Deila, þjálfari Celtic, þekkir vel til norska undrabarnsins en hann stýrði Stromsgödset í norska boltanum þegar Ödegaard var að koma fram á sjónarsviðið og það var Deila sem gaf honum fyrst tækifæri með aðalliði félagsins.

Ödegaard varð svo einn eftirsóttasti leikmaður heims og skrifaði undir samning við Real Madrid í byrjun þessa árs.

Hann spilaði aðallega með B-liði Real Madrid á síðustu leiktíð en æfði með aðalliðinu og varð svo yngsti leikmaðurinn til að spila fyrir aðallið Real Madrid þegar honum var skipt inn á fyrir Cristiano Ronaldo í lokaleik tímabilsins.

Nú er talið að Real Madrid horfi til þess að þessi 16 ára Norðmaður þurfi að fá alvöru spilatíma, eitthvað sem Celtic ætti að geta veitt honum.

Fari svo að Ödegaard gangi í raðir Celtic gætu íslenskir knattspyrnuáhugamenn fengið að fylgjast með honum á Stjörnuvellinum þann 22.júlí næstkomandi en Celtic dróst gegn Stjörnunni í forkeppni Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner