Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 05. október 2015 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: mbl 
Edda Garðarsdóttir tekur við KR
Edda var aðstoðarþjálfari hjá Val áður en hún skipti yfir til KR.
Edda var aðstoðarþjálfari hjá Val áður en hún skipti yfir til KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Morgunblaðið greinir frá því á vef sínum að Edda Garðarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, verði næsti þjálfari kvennaliðs KR.

Edda tekur við af Björgvini Karli Gunnarssyni sem hefur gert góða hluti með KR síðan hann tók við liðinu í annað sinn árið 2013.

Björgvin kom KR upp í Pepsi-deildina og stýrði liðinu frá falli í sumar. Edda var aðstoðarþjálfari Björgvins í ár.

Edda varð sex sinnum Íslandsmeistari með kvennaliði KR og fjórum sinnum bikarmeistari, auk þess að verða bæði Íslands- og bikarmeistari með Breiðablik árið 2005.

Edda varð einnig bikarmeistari með Örebro í Svíþjóð þar sem hún lék í þrjú ár áður en hún tók hálft tímabil hjá Chelsea og hélt svo heim til að spila með Val.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner