Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 06. febrúar 2016 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Alfreð spilaði 20 mínútur í tapi gegn Ingolfstadt
Alfreð spilaði sinn fyrsta leik fyrir Augsburg í dag
Alfreð spilaði sinn fyrsta leik fyrir Augsburg í dag
Mynd: Augsburg
Wolfsburg hefur ekki unnið deildarleik frá 5. desember
Wolfsburg hefur ekki unnið deildarleik frá 5. desember
Mynd: Getty Images
Fimm leikir voru að klárast nú rétt í þessu í þýsku Bundesligunni.

Landsliðsmaðurinn, Alfreð Finnbogason kom af bekknum og spilaði síðustu 20 mínúturnar þegar Augsburg tapaði 1-2 fyrir Ingolfstadt.

Í höfuðborginni gerðu svo Hertha og Dortmund markalaust jafntefli, en fyrir leikinn hafði Dortmund unnið alla sína leiki á nýja árinu.

Þá vann skemmtilegt lið Schalke 3-0 sigur á Wolfsburg, sem hafa ekki unnið deildarleik frá 5. desember á síðasta ári.

Stuttgart lagði Frankfurt, 4-2 á útivelli, en leikurinn var mjög fjörugur og fóru meðal annars tvö rauð spjöld á loft.

Mainz lagði Hannover af velli, 1-0, en sigurmarkið skoraði Jairo Samperio um miðbik fyrri hálfleiks.

Ingolstadt 2 - 1 Augsburg
0-1 Kostas Stafylidis ('14 )
1-1 Marvin Matip ('59 )
2-1 Moritz Hartmann ('85 , víti)

Hertha 0 - 0 Borussia D.

Schalke 04 3 - 0 Wolfsburg
1-0 Klaas Jan Huntelaar ('24 )
2-0 Johannes Geis ('35 )
3-0 Alessandro Schopf ('87 )

Eintracht Frankfurt 2 - 4 Stuttgart
0-1 Christian Gentner ('27 )
0-2 Daniel Didavi ('45 )
1-2 Alexander Meier ('52 )
1-3 Georg Niedermeier ('65 )
1-4 Filip Kostic ('76 , víti)
2-4 Szabolcs Huszti ('90 )
Rautt spjald: ,Daniel Didavi, Stuttgart ('67) Carlos Zambrano, Eintracht Frankfurt ('76)

Hannover 0 - 1 Mainz
0-1 Jairo Samperio ('24 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner