Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 07. febrúar 2016 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Smalling sama um ráðningu Man City á Guardiola
Smalling hefur ekki áhyggjur af Guardiola
Smalling hefur ekki áhyggjur af Guardiola
Mynd: Getty Images
Chris Smalling, varnarmaður Manchester United, segir að honum sé sama um ráðningu Manchester City á Pep Guardiola.

Guardiola, sem er einn sigursælasti þjálfari heims, mun taka við City af Manuel Pellegrini eftir þetta tímabil, en Smalling hefur þó ekki áhyggjur af stöðu United gagnvart nágrönnum sínum í City, þrátt fyrir ráðningu Guardiola.

"Okkur er sama um hver er að stýra Manchester City eða hverjir eru að koma og fara. Þetta hefur engin áhrif á okkur," sagði Smalling

"City mun alltaf hafa þjálfara í fremstu röð, alveg eins og við. Það er gott að sjá að bestu þjáfararnir og leikmennirnir vilji starfa í Englandi - svo við tökum vel á móti þessu."

Pep Guardiola hefur náð eftirteknarverðum árangri með bæði Bayern Munchen og Barcelona, en hann hafði einnig verið orðaður við Man Utd áður en var tilkynnt um ráðningu hans hjá nágrönnunum í City.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner