Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 07. febrúar 2016 17:24
Alexander Freyr Tamimi
Wenger: Sjálfstraustið ekki í hámarki
Wenger mátti brosa í dag.
Wenger mátti brosa í dag.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir sigurinn gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag hafa verið gríðarlega mikilvægan.

Arsenal hafði sigið niður töfluna undanfarnar vikur en eftir 2-0 sigur dagsins er Lundúnaliðið í 3. sæti deildarinnar, fimm stigum frá toppliði Leicester.

„Við urðum að vinna þennan leik, það var svolítið síðan við unnum. Við byrjuðum vel og eftir það sást að við hugsuðum mest um að halda fengnum hlut. Við höfum bara tapað einum leik en við höfðum ekki unnið í síðustu fjórum og auðvitað hugsuðum við um það," sagði Wenger.

„Það mikilvægasta er alltaf að vinna. Sjálfstraustið var ekki í hámarki en stundum þarf að berjast í gegnum svona leiki og ná í þrjú stig. Við byrjuðum vel og stýrðum leiknum gegn góðu liði. Þetta voru erfið en mikilvæg þrjú stig."
Athugasemdir
banner
banner
banner