Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 07. október 2015 21:15
Arnar Geir Halldórsson
Ademi féll á lyfjaprófi eftir sigurinn á Arsenal
Ademi í baráttu við Santi Cazorla
Ademi í baráttu við Santi Cazorla
Mynd: Getty Images
DInamo Zagreb hefur staðfest að leikmaður liðsins, Arijan Ademi, hafi fallið á lyfjaprófi eftir sigurleikinn á Arsenal í Meistaradeild Evrópu á dögunum.

Þessi 24 ára gamli miðjumaður gæti átt yfir höfði sér langt keppnisbann en UEFA hefur ekki gefið út tilkynningu vegna málsins.

Ademi spilaði allan leikinn á miðju liðsins í leiknum gegn Arsenal sem endaði með óvæntum 2-1 sigri króatíska liðsins.

„Okkur hefur borist niðurstaðan úr lyfjaprófi sem var tekið eftir leik gegn Arsenal í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikmaður okkar, Arijan Ademi, féll á prófinu og hefur UEFA höfðað mál á hendur honum. Samkvæmt reglum UEFA hefur Dinamo ekki heimild til að fjalla frekar um málið fyrr en niðurstöður úr B-sýni hafa borist," er meðal þess sem segir í yfirlýsingu Dinamo Zagreb.
Athugasemdir
banner
banner