Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. desember 2016 12:30
Elvar Geir Magnússon
Barton: Sanchez ætti að fá hærri laun en Pogba
Joey Barton liggur ekki á skoðunum sínum.
Joey Barton liggur ekki á skoðunum sínum.
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez er betri leikmaður en Paul Pogba og umboðsmaður Sílemannsins ætti að horfa til launatalna Frakkans þegar kemur að næsta samningi.

Þetta segir vélbyssukjafturinn Joey Barton í viðtali við BBC.

„Í dag er hann klárlega betri en Pogba. Hann er ekki betri en Cristiano Ronaldo en hann er betri en Pogba. Umboðsmaðurinn hans ætti að reyna að komast að samkomulagi um tölu sem er þarna á milli," segir Barton, fyrrum miðjumaður Rangers og Newcastle.

Sanchez er með 130 þúsund pund í vikulaun í dag og á átján mánuði eftir af samningi sínum. Pogba fær 290 þúsund pund en Ronaldo 500 þúsund pund.

Roy Keane og Lee Dixon ræddu einnig um samningamál Sanchez á ITV nýlega og sögðu að þetta ekki bara að snúast um peningana fyrir hann, hann þyrfti að íhuga hvort hann gæti unnið titla hjá Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner