Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. desember 2016 17:29
Elvar Geir Magnússon
Memphis í stað Bolasie hjá Everton?
Bolasie meiddist illa á 68. mínútu í 1-1 jafntefli Everton gegn Manchester United.
Bolasie meiddist illa á 68. mínútu í 1-1 jafntefli Everton gegn Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, stjóri Everton, segir að meiðsli Yannick Bolasie geri það að verkum að félagið þurfi enn frekar að fara á markaðinn í janúar.

Vængmaðurinn, sem er 27 ára, þarf að fara í aðgerð á hné í næstu viku en hann hlaut alvarlega liðbandameiðsli gegn Manchester United á sunnudag. Ólíklegt er að hann komi meira við sögu á tímabilinu.

„Þetta er mikið áfall fyrir alla aðila," segir Koeman.

Koeman hefur viðurkennt að hann hafi áhuga á að fá Memphis Depay á láni frá Manchester United í janúar.

Bolasie var keyptur frá Crystal Palace í sumar á 25 milljónir punda.

Barkley þarf að gera betur
Á fréttamannafundi í dag talaði Koeman líka um að miðjumaðurinn Ross Barkley þurfi að skila meiru og sanna að hann eigi skilið sæti í liðinu.

Þessi 23 ára enski landsliðsmaður var bekkjaður í jafnteflinu gegn United á sunnudag og virtist vera ósáttur við að spila ekki.

„Ef þú vilt spila þarftu að sýna þig fyrir stjóranum alla vikuna og leggja þig allan fram," segir Koeman sem henti Barkley líka á bekkinn í október og talaði þá einnig um að leikmaðurinn þyrftir að sýna meira.
Athugasemdir
banner
banner