Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 09. febrúar 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Victor Wanyama í fimm leikja bann (Staðfest)
Wanyama fékk tvö gul gegn Norwich fyrr á tímabilinu.
Wanyama fékk tvö gul gegn Norwich fyrr á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn grófi Victor Wanyama hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir tæklingu á Dimitri Payet er Southampton hafði betur gegn West Ham í ensku deildinni um helgina.

Wanyama lagði fyrsta mark leiksins upp en fékk beint rautt spjald á 54. mínútu og voru heimamenn í Southampton því manni færri síðustu 40 mínútur leiksins.

Wanyama fær þriggja leikja bann fyrir tæklinguna, en tveir leikir bætast við bannið vegna þess að þetta er í þriðja sinn sem hann er rekinn af velli á tímabilinu.

Þetta þýðir að miðjumaðurinn frá Keníu fær ekki að spila í ensku deildinni þar til í fyrsta lagi 19. mars, þegar Southampton fær Liverpool í heimsókn.

Southampton er í 7. sæti ensku deildarinnar eftir sigurinn, aðeins tveimur stigum á eftir West Ham og fjórum eftir Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner