Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 09. október 2017 22:14
Alexander Freyr Tamimi
Kári Árna: Ef það tekst vinnum við HM
Icelandair
Kári faðmar Kjartan Henry Finnbogason í leikslok.
Kári faðmar Kjartan Henry Finnbogason í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason stóð líkt og klettur í vörn íslenska landsliðsins í 2-0 sigrinum gegn Kósóvó sem tryggði liðinu sæti á HM 2018 í Rússlandi.

Kári, sem hefur verið lykilmaður í hjarta varnarinnar um árabil, viðurkenndi að tilfinningin væri enn að sökkva inn.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Kosóvó

„Þetta er ekki alveg búið að sökkva inn ennþá en þú veist, við erum komnir á HM," sagði Kári eftir leikinn.

„Það var ákveðið stress í gangi og ég held að menn hafi alveg vitað þýðingu þessa leiks. Þetta byrjaði ekki alveg nógu vel en hvaða máli skiptir það? Við unnum þennan leik og við getum alveg unnið á ekki voðalega fallegan hátt. Lykilatriðið er að við unnum þennan leik."

„Um leið og Gylfi skoraði fyrsta markið vissi ég nokkurn veginn að þetta væri komið. Við vorum ekki að fara að hleypa neinu marki inn, það var nokkuð ljóst. Þetta var bara svolítið "safe" hjá okkur og skiljanlega, það var það mikið undir og við ætluðum okkur á HM. Við sýnum það enn og aftur að við getum unnið leiki á fleiri en einn hátt," sagði Kári, sem hrósaði andstæðingunum í Kósóvó.

„Þetta er hörkulið og ég hef alltaf sagt að íslenska þjóðin fer svolítið fram úr sér þegar kemur að væntingum. Þegar við spiluðum við þá úti voru þeir síst lakari aðilinn og þetta er hörkulið. Þeir hafa bara spilað 10 leiki saman á meðan við höfum spilað 50 leiki saman og þeir eru bara að fara að bæta sig, þetta er hörkulið. Við vissum fyrir keppnina að þjóðir frá þessum hluta heimsins eru íþróttamenn og eru góðir í fótbolta," sagði Kári.

„Allan tímann vissum við fyrir mót að við ætluðum okkur að klára þetta, hvort sem það væri í gegnum umspil eða að vinna riðilinn, en í Tyrklandsleiknum vorum við með þetta algerlega "under control" og ég vissi að ef við fengjum úrslit með okkur þá kláruðum við þetta," sagði Kári, sem viðurkennir að dagarnir eftir Tyrklandsleikinn hafi verið stressandi.

„Það er búið að vera ákveðið stress, ég lýg því ekki. Ég held að sama hversu menn spila sig töff, þá var það þannig hjá öllum. En á sama skapi var tilhlökkun og maður hafði alltaf á tilfinningunni að við myndum klára þetta þó það hafi alltaf verið stress," sagði Kári. Hann hefur enga óskamótherja í Rússlandi.

„Mér er alveg slétt sama. Við ætlum okkur upp úr þeim riðli og tökum einn leik í einu, við förum inn í hvern einasta leik, sama hver mótherjinn er, til að vinna. Ef það tekst, þá vinnum við HM. En við sjáum til hvernig það fer," sagði Kári.
Athugasemdir
banner
banner
banner