Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 09. desember 2016 18:00
Magnús Már Einarsson
Iwobi eins og kóngur í Nígeríu
Iwobi í leik með Arsenal.
Iwobi í leik með Arsenal.
Mynd: Getty Images
Alex Iwobi segist líða eins og kóngi þegar hann mætir í verkefni með landsliði Nígeríu.

Hinn tvítugi Iwobi flutti frá Nígeríu til Englands ungur að árum. Eftir að hafa leikið með U16, U17 og U18 ára landsliði Englands ákvað Iwobi að leika með A-landsliði Nígeríu.

„Allir kunna að meta þig og þú ert nánast eins og kóngur. Þegar ég kom á flugvöllinn ákvað ég að vera með heyrnartólin í eyrunum en allir voru að öskra 'Iwobi! Iwobi!" sagði Iwobi í viðtali við Guardian.

„Ég vissi ekki við hverju átti að búast. Þetta var brjálæði. Ég ferðast alltaf með Kelechi Iheanacho og okkur er fylgt út um allt."

„Ég kann ekki tungumálið nægilega vel en mér er hjálpað með samskipti við stuðningsmenn. Stuðningsmennirnir eru allt öðruvísi hér. Þeir biðja mig ekki um eiginhandaráritun, þeir biðja um fótboltaskó og peninga."

Athugasemdir
banner
banner
banner