Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. desember 2016 12:30
Magnús Már Einarsson
Ronaldo þénaði 24 milljarða króna í fyrra
Nóg til.
Nóg til.
Mynd: Getty Images
Gestifute, fyrirtæki sem Cristiano Ronaldo tilheyrir, hefur birt tekjur Portúgalans á síðasta ári.

Á dögunum var Ronaldo sakaður um að svíkja undan skatti og fyrirtækið hefur nú birt allar tekjur leikmannsins á síðasta ári sem og skjöl sem eiga að afsanna það að Ronaldo hafi notað aflandsfyrirtæki á Bresku Jómfrúareyjunum til að forðast skattgreiðslur.

Í skjölunum kemur fram að samtals tekjur Ronaldo hafi hljóðað upp á 203 millljónir evra eða 24 milljarða króna!

Inni í þessari upphæð eru laun Ronaldo hjá Real Madrid sem og tekjur af auglýsingasamningum.

Þessi upphæð á einungis eftir að hækka á næstu árum því Ronaldo skrifaði undir nýjan og betri samning við Real Madrid á dögunum auk þess sem hann var að ganga frá lífstíðarsamningi við Nike.
Athugasemdir
banner