Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. desember 2016 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Scholes: Man Utd getur farið alla leið í Evrópudeildinni
Paul Scholes hefur trú á sínu fyrrum liði
Paul Scholes hefur trú á sínu fyrrum liði
Mynd: Getty Images
Manchester United-goðsögnin Paul Scholes hefur trú á því að sitt fyrrum félag muni fara alla leið og vinna Evrópudeildina á þessu leiktímabili.

United tryggði sig áfram í keppninni með 2-0 sigri gegn úkraínska liðinu Zorya Luhansk í gær og Scholes er á því að rauðu djöflarnir eigi ekki að óttast neinn í framhaldinu.

„Ég myndi ekki hafa neinar áhyggjur af þessum liðum ef ég á að vera hreinskilinn," sagði Scholes eftir sigur Man Utd í gær.

„Ég tel að United sé með mjög góðan hóp, þeir eru að byrja að spila mjög góðan fótbolta og þeir eru því réttilega líklegir til að vinna keppnina. Ég sé þá fara alla leið."

„Það er ekki eitt lið þarna sem ég hef áhyggjur af," sagði Scholes svo að lokum.
Athugasemdir
banner