Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   lau 10. febrúar 2018 19:26
Gunnar Logi Gylfason
England: Agüero með fernu
Mahrez spilaði
Agüero skoraði fernu í kvöld
Agüero skoraði fernu í kvöld
Mynd: Getty Images
Manchester City 5-1 Leicester City
1-0 Raheem Sterling (3')
1-1 Jamie Vardy (24')
2-1 Sergio Agüero (48')
3-1 Sergio Agüero (53')
4-1 Sergio Agüero (77')
5-1 Sergio Agüero (90')

Efsta lið ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester City tók á móti liði Leicester City í síðasta leik deildarinnar í kvöld.

Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og Raheem Sterling kom þeim yfir á 3.mínútu eftir stungusendingu frá Kevin de Bruyne.

Um miðbik hálfleiksins jafnaði Jamie Vardy metin fyrir Leicester og gengu liðin jöfn til búningsklefa eftir fyrri hálfleik.

Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af sama krafti og þann fyrri og eftir þriggja mínútna leik í í seinni hálfleiknum hafði Sergio Agüero komið Manchester aftur yfir, 2-1. Aftur var það Kevin De Bruyne sem lagði upp mark heimamanna.

Fimm mínútum seinna sló Kasper Schmeichel, markvörður Leicester, fyrirgjöf Kyle Walker í burtu en beint á Kevin de Bruyne. Belginn lagði upp sitt þriðja mark er hann sendi boltann á Sergio Agüero sem tvöfaldaði forystu sinna manna.

Á 62. mínútu kom Riyad Mahrez inn á. Mahrez æfði lítið með Leicester fyrir leik kvöldsins.

Á 77.mínútu kom Agüero heimamönnum í 4-1 með sínu þriðja marki. Schmeichel, í marki Leicester, átti þá misheppnaða sendingu sem fór beint á Agüero sem vippaði yfir markmanninn.

Agüero skoraði sitt fjórða mark í lok leiks og innsiglaði þar með stórsigur heimamanna með fallegu langskoti.
Athugasemdir
banner
banner
banner