Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   mán 10. apríl 2017 20:02
Aron Elvar Finnsson
Túfa: Flott frammistaða miðað við 15 tíma ferðalag í gær
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Sérstaklega svona fyrstu 10 mínuturnar til korter vorum við í brasi, að finna svona touch við boltann og leikinn, en miðað við 15 tíma ferðalag í gær og komum bara klukkan 2 í nótt var það bara eðlilegt að tæki smá tíma fyrir menn að koma sér í gang,“ sagði Túfa, þjálfari KA eftir 4-1 sigur á Selfossi í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins í dag.

Lestu um leikinn: KA 4 -  1 Selfoss

„Undir lok fyrri hálfleiks fengum við tvö dauðafæri og ef við hefðum skorað úr þessum færi væri betri fílingur. En eftir fyrri hálfleik tölum við saman um að halda haus, halda þolinmæðinni og halda bara okkar stíl áfram, þá myndi markið koma og það gerðist nákvæmlega. Það hjálpaði að við skyldum skora snemma í seinni hálfleik og afgreiddum þetta vel.“

„Þetta er bara í rauninni hluti af undirbúningnum fyrir sumarið og að sjálfsögðu ætlum við að fara eins langt og við getum. Og við ætlum að vera klárir 1.maí þegar mótið byrjar, það er svona það mikilvægasta.“


KA-menn fengu danska framherjann Emil Lyng til liðs við sig í síðustu viku en hann var ekki með í dag. Tufa segir hann verða kláran á fimmtudaginn. Hann reiknar einnig ekki með frekari liðstyrk.
„Ekki eins og staðan er núna. Ég er bara mjög ánægður með hópinn og eins og ég var alltaf að ítreka, aðalmálið fyrir okkur var að halda hópnum frá því í fyrra og bæta hann aðeins. Ég held að núna eru menn að koma úr meiðslum sem voru að ströggla í vetur, þá er þetta bara komið hjá okkur, þetta er bara flottur hópur.“

Nánar rætt við Tufa hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner