Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. október 2015 17:58
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands - Gylfi bestur
Icelandair
Gylfi skoraði síðara mark Íslands.
Gylfi skoraði síðara mark Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Jóhann Berg í leiknum í dag.
Jóhann Berg í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ísland og Lettland gerðu 2-2 jafntefli í undankeppni EM á Laugardalsvelli í dag. Ísland komst í 2-0 í fyrri hálfleik en Lettarnir gáfust ekki upp og jöfnuðu í þeim síðari.

Hér að neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net fyrir leikinn en Gylfi Þór Sigurðsson er maður leiksins.

Hannes Þór Halldórsson 7
Varði nokkrum sinnum vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Gat lítið gert í mörkunum.

Birkir Már Sævarsson 5
Bæði mörk Letta komu vinstra megin. Birkir var í basli í dag.

Kári Árnason
Spilaði of stutt til að fá einkunn.

Ragnar Sigurðsson 7
Besti varnarmaður Íslands í leiknum. Átti mikilvægar tæklingar.

Ari Freyr Skúlason 6
Ari hefur oft spilað betur og tekið meira þátt í sóknarleiknum en í dag.

Jóhann Berg Guðmundsson 6
Mjög öflugur í fyrri hálfleik en lítið áberandi í þeim síðari. Tapaði boltanum oft þá.

Gylfi Þór Sigurðsson 8 - Maður leiksins
Gylfi hélt uppteknum hætti og stjórnaði miðjunni eins og sinfoníu. Lék sér oft að Lettunum, skoraði frábært mark og átti aukaspyrnuna í fyrra markinu.

Emil Hallfreðsson 5
Fyllti skarð Arons Einars Gunnarssonar sem var í banni. Náði ekki að vernda vörnina nægilega vel.

Birkir Bjarnason 6
Birkir var duglegur að venju en hefur oft spilað betur.

Alfreð Finnbogason 6 ('63)
Alfreð var mjög duglegur og vildi sanna sig. Náði ekki að binda endhnútinn á sóknirnar.

Kolbein Sigþórsson 7
Skoraði og er nú næstmarkahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi. Skapaði einnig oft usla.

Varamenn:

Sölvi Geir Ottesen ('18) 4
Spilaði sinn fyrsta leik í undankeppninni en náði ekki að stimpla sig nægilega vel inn. Var í miklum vandræðum eftir að hann kom inn á.

Eiður Smári Guðjohnsen ('63) 6
Líklega að spila síðasta mótsleik sinn á Laugardalsvelli. Lagði upp dauðafæri fyrir Kolbeinn á laglegan hátt.
Athugasemdir
banner
banner